Erlent

Íraksher ræður nú yfir stærstum hluta austurborgar Mosúl

atli ísleifsson skrifar
Öryggissveitirnar hafa notið stuðnings Bandaríkjahers í sókn sinni að borginni sem hefur nú staðið í um þrjá mánuði.
Öryggissveitirnar hafa notið stuðnings Bandaríkjahers í sókn sinni að borginni sem hefur nú staðið í um þrjá mánuði. Vísir/AFP
Írakskar öryggissveitir ráða nú yfir rúmlega 85 prósent af austurhluta Mosúl-borgar. Bardagar hafa í dag staðið á háskólasvæði borgarinnar sem er sterkasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í austurhluta borgarinnar.

Frá þessu greinir talsmaður hersins, en öryggissveitum tókst á dögunum að ná tökum á einni brú til viðbótar yfir ána Tígris í austurhluta borgarinnar.

Öryggissveitirnar hafa notið stuðnings Bandaríkjahers í sókn sinni að borginni sem hefur nú staðið í um þrjá mánuði.

ISIS-liðar ráða enn yfir öllum vestari hluta borgarinnar, en þeir náðu borginni á sitt vald sumarið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×