Erlent

Meiri og betri menntun en fimmtungi minni laun

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt greiningu samtakanna Young Invincibles eiga meðlimir aldamótakynslóðarinnar um helming eigna hinna eldri, færri heimi og námsskuldir þeirra eru hærri.
Samkvæmt greiningu samtakanna Young Invincibles eiga meðlimir aldamótakynslóðarinnar um helming eigna hinna eldri, færri heimi og námsskuldir þeirra eru hærri. Vísir/Getty
Meðal heimilistekjur aldamótakynslóðarinnar í Bandaríkjunum er 40,581 dalur á ári. Það samsvarar rúmlega fjórum og hálfri milljón króna. Þær meðaltekjur eru fimmtungi minni en tekjur kynslóðarinnar sem fæddist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar.

Samkvæmt greiningu samtakanna Young Invincibles eiga meðlimir aldamótakynslóðarinnar um helming eigna hinna eldri, færri þeirra eiga eigin heimi og námsskuldir þeirra eru hærri.

AP fréttaveitan ræddi við hina 28 ára gömlu Andreu Ledesma. Hún segir að á hennar aldri hafi foreldrar hennar búið í eigin húsi og alið upp börn.

Hún leigir tveggja herbergja íbúð með kærasta sínum, þénar 18 þúsund dali á ári og skuldar 33 þúsund dali vegna háskólammenntunar sinnar.

Móðir hennar Cheryl Romanowski, 55 ára, þénaði um tíu þúsund dali á ári, sem samsvarar um 19,500 dölum miðað við núverandi gengi. Hún var ómenntuð og starfaði í banka.

Sama staða á Íslandi

Í fyrra var gefin út skýrsla um þetta mál hér á Íslandi. Þar kom í ljós að unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verra en þeir sem voru ungir fyrir um 30 árum. Þá er staða ungmenna á Íslandi verri en staða ungmenna í öðrum vestrænum ríkjum.

„Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ sagði Helgi Hjörvar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×