Erlent

Sjö látnir eftir sjálfsmorðs­sprengju­á­rás í Sýr­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Átökin í Sýrlandi hafa kostað fjölda mannslífa og eyðileggingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Átökin í Sýrlandi hafa kostað fjölda mannslífa og eyðileggingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Maður sprengdi sig í loft upp í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í kvöld. Sjö manns létust í árásinni og tugir einstaklinga eru alvarlega særðir. BBC greinir frá.

Að sögn lögreglunnar í borginni átti árásin sér stað í Kafr Sousa hverfinu í borginni en þar eru staðsettar byggingar sem tengjast sýrlenska varnarmálaráðuneytinu.

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en að sögn sjónarvotta er eyðileggingin mikil. Fjöldi háttsettra stjórnarliða býr í hverfinu en árásin átti sér þó stað fjarri heimilum þeirra, en borgin er nánast öll undir stjórn sýrlenskra stjórnarhersins. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árásinni að svo stöddu.

Vopnahlé hefur verið í gildi milli stjórnarliða og uppreisnarhópa síðan í lok desember. Þrátt fyrir það hafa árásir nýlega verið gerðar í landinu. Að sögn talsmanna sýrlenskra yfirvalda hjá Sameinuðu þjóðunum heldur vopnahléið enn ,,með örfáum undantekningum.''




Fleiri fréttir

Sjá meira


×