Erlent

Telja að faðirinn hafi myrt eiginkonu sína og börn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. vísir/getty
Lögreglan á Austur-Jótlandi telur að 45 ára gamall fjölskyldufaðir hafi myrt eiginkonu sína og fjögur börn áður en hann framdi svo sjálfsmorð en fólkið fannst í gær látið á heimili sínu í Ulstrup, suðvestur af Randers á Jótlandi.

Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að niðurstöður frumrannsóknar lögreglu bendi eindregið til þess að maðurinn hafi orðið fjölskyldu sinni að bana. Kona hans var 42 ára gömul og áttu þau fjögur börn, tvo drengi sem voru 3 ára og 11 ára og tvær stúlkur sem voru 6 ára og 16 ára.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins allt frá því um hádegisbil í gær þegar fjölskyldan fannst látin á heimilinu. Þar til hefur lögreglan varist allra fregna af málinu en rannsókn málsins heldur áfram. Ekkert hefur verið gefið upp um mögulegar ástæður þess að maðurinn drap konu sína og börn og svo sig sjálfan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×