Erlent

Fréttakonan sem greindi frá upphafi seinna stríðs er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Clare Hollingworth varð 105 ára gömul.
Clare Hollingworth varð 105 ára gömul. Vísir/AFP
Breska fréttakonan Clare Hollingworth er látin, 105 ára að aldri.

Hollingworth var sá fréttamaður sem fyrst greindi umheiminum frá atburðum sem mörkuðu upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar.

Hollingworth var 27 ára og hafði nýhafið störf hjá The Daily Telegraph síðsumars 1939 þegar hún var send á vettvang til að greina frá atburðum á landamærum Þýskalands og Póllands.

Hollingworth sendi boð til Lundúna um að stór hluti þýska hersins hafði safnast þar saman skömmu áður en ráðist var inn í Pólland þann 1. september.

Hollingworth starfaði síðar sem stríðsfréttamaður meðal annars í Víetnam, Alsír og Kína, en á níunda áratugnum dró hún sig í hlé í Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×