Erlent

Fjöldi látinna eftir sprengingar við þinghúsið í Kabúl

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggissveitir á varðbergi nærri sprenjustaðnum.
Öryggissveitir á varðbergi nærri sprenjustaðnum. Vísir/EPA
Minnst 21 lét lífið þegar tvær sprengjur voru sprengdar í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. 45 eru særðir. Fyrst var gerð sjálfsmorðárás, skammt frá opinberum skrifstofum þingmanna, ráðherra og stofnana. Skömmu seinna var gerð bílasprengja sprengd skammt frá. Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Independent segir skotmarkið hafa verið rúta sem notuð var til að flytja starfsmenn leyniþjónustu Afganistan. BBC segir hins vegar að þingmenn hafi verið skotmarkið.

Árásirnar voru gerðar á háannatíma þegar mikið af fólki var á götum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×