Erlent

Múslimastúlkur í Sviss verða að synda með drengjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Dómstóllinn viðurkenndi að með úrskurði sínum væri verið að hafa áhrif á trúfrelsi stúlknanna en dómararnir töldu sig ekki vera að brjóta gegn trúfrelsinu.
Dómstóllinn viðurkenndi að með úrskurði sínum væri verið að hafa áhrif á trúfrelsi stúlknanna en dómararnir töldu sig ekki vera að brjóta gegn trúfrelsinu. Vísir/AFP
Svissneska ríkið hefur unnið mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu um hvort foreldrar múslima verði að senda börn sín í sundtíma fyrir bæði kynin. Málið er til komið vegna tveggja foreldra í Sviss sem eiga rætur sínar að rekja til Tyrklands. Þau höfðu neitað að senda dætur sínar í sundtíma fyrir bæði kynin.

Árið 2010 voru foreldrarnir látnir borga háa sekt vegna málsins, en þá höfðu deilur um það staðið um langt skeið.

Dómstóllinn viðurkenndi að með úrskurði sínum væri verið að hafa áhrif á trúfrelsi stúlknanna en dómararnir töldu sig ekki vera að brjóta gegn trúfrelsinu. Þeir sögðu lögin vera hönnuð til þess að koma í veg fyrir samfélagslega útilokun nemenda.

Enn fremur kom fram í tilkynningu frá dóminum að yfirvöldum í Sviss væri heimilt að byggja upp menntakerfi ríkisins eftir eigin nauðsynjum og hefðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×