Erlent

Táningsstúlka handtekin eftir dauða sjö ára stúlku

atli ísleifsson skrifar
Lögregla hefur girt af stíg á grassvæði sem liggur að leiksvæði og komið hvítu tjaldi yfir staðinn þar sem stúlkan fannst. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla hefur girt af stíg á grassvæði sem liggur að leiksvæði og komið hvítu tjaldi yfir staðinn þar sem stúlkan fannst. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögregla í Bretlandi hefur handtekið fimmtán ára stúlku í tengslum við dauða sjö ára stúlku í bænum York.

Í frétt BBC segir að yngri stúlkan hafi fundist með lífshættulega áverka við hús í hverfinu Woodthorpe í bænum um klukkan 16:30 að staðartíma í gær. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem hún lést.

Rannsókn stendur enn yfir og verður hin handtekna yfirheyrð í dag.

Lögregla í York hafði áður greint frá málinu í gærkvöldi og sagt að kvöldvaktin hafi reynst lögreglu erfið með fráfalli sjö ára stúlku. „Hugur okkar er hjá fjölskyldu stúlkunnar.“

Lögregla hefur girt af stíg á grassvæði sem liggur að leiksvæði og komið hvítu tjaldi yfir staðinn þar sem stúlkan fannst.

Ashley Mason, bæjarfulltrúi Frjálslyndra demókrata, segir fólk í bænum vera í áfalli vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×