Erlent

Rannsaka lát sex manna fjölskyldu sem morðmál

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi í Ulstrup.
Frá vettvangi í Ulstrup. Vísir/EPA
Lögregla í Danmörku rannsakar nú lát sex einstaklinga, tveggja fullorðinna og fjögurra barna þeirra, sem morðmál. Fundust þau látin á heimili sínu í Ulstrup, suðvestur af Randers á Jótlandi, um hádegisbil í gær.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni á Austur-Jótlandi. Krufning á líkunum fer fram í dag og er vonast til þess að niðurstöður þeira muni varpa ljósi á hvað gerðist. Lögregla verst allra frétta og vill ekkert gefa upp um hvort að brotist hafi verið inn á heimili fjölskyldunnar eða hvort að vopn hafi fundist á heimili fjölskyldunnar.

Í gær var greint frá því að um fjölskylduharmleik væri að ræða en lögregla fór á vettvang í gær eftir að tilkynning barst um grunsamlegt atvik á heimili fjölskyldunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×