Erlent

Stokkhólmsferð Obama í uppáhaldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinisto, forseti Finnlands, Barack Obama, Fredrik Reinfeldt, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinisto, forseti Finnlands, Barack Obama, Fredrik Reinfeldt, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði heimsókn sína til Stokkhólms í september 2013 vera sína uppáhaldsferð sína sem forseti. Í þeirri ferð hitti Obama Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands.

Hér má sjá skó Sigmundar.
Skór Sigmundar vöktu athygli í þeirri heimsókn Obama, þar sem hann var í spariskó á öðrum fæti og í íþróttaskó á öðrum fæti.

Eiginkona þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, Natalia Brezezinski, sagði frá þessum ummælum Obama á Instagram um helgina.

Forsetinn sagði Brezezinski og eiginmanni hennar á samkomu fyrir sendiherra Bandaríkjanna í Washington að hann hefði „elskað að heimsækja þau í Stokkhólmi“. Það hefði verið uppáhalds ferð hans og hann ætlaði sér að fara aftur til Svíþjóðar á næstunni.


Tengdar fréttir

Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var í ósamstæðum skóm á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta vegna bólgu sökum sýkingar í fæti. Var hann í spariskóm á hægri fæti en Nike íþróttaskóm á þeim vinstri.

Obama spurði um fótinn á Sigmundi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hitti í gær Barack Obama Bandaríkjaforseta. Obama spurði hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri í fætinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×