Erlent

Varðist þjófum vopnuðum kylfu og skrúfjárni

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftir að hafa tekið kylfuna af eiganda hjólsins réðst einn þjófurin á hann og barði með kylfunni.
Eftir að hafa tekið kylfuna af eiganda hjólsins réðst einn þjófurin á hann og barði með kylfunni.
Enskur maður komst í hann krappan í síðasta mánuði þegar þjófar reyndu að stela mótorhjólinu hans. Maðurinn sá hvað var að gerast og hljóp út vopnaður kylfu. Annar þjófanna var með skrúfjárn sem hann beitti sem vopni, en honum tókst að ná kylfunni af eiganda hjólsins. Atvikið náðist á myndband sem lögreglan í London birti til að fá frekari upplýsingar um þjófana.

Á myndbandinu má sjá þegar annar þjófurinn ræðst á eigandann með kylfunni sem hann tók af honum. Eigandinn nær þó að snúa vörn í sókn svo mennirnir hætta við að stela hjólinu. Þegar nágranni mannsins kemur askvaðandi flýja þjófarnir tómhentir á brott.

Samkvæmt Independent segir lögreglan það hafa skipt miklu máli að mótorhjólinu hefði verið læst með almennilegri keðju. Það hafði gefið þær nokkrar mínútur sem þurfti til að reka þjófana á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×