Erlent

Sýrlandsviðræðum í Genf frestað

atli ísleifsson skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands,.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands,. Vísir/AFP
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur greint frá því að viðræðum vegna ástandsins í Sýrlandi, sem fyrirhugaðar voru í Genf þann 8. febrúar, hafi verið frestað.

Í frétt SVT greinir frá því að von sé á að friðarviðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa milligöngu um, fari fram í lok febrúar.

Fyrr í vikunni fóru viðræður fram milli fulltrúa stjórnar Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og fulltrúa hluta uppreisnarhópa í landinu í kasöksku höfuðborginni Astana. Stjórnvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Íran höfðu milligöngu um þær viðræður.

Rússnesk stjórnvöld vonast til að með samstarfi þeirra og stjórnvalda í Tyrklandi og Íran verði mögulegt að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur frá 2011 og kostað rúmlega 300 þúsund mannslíf.


Tengdar fréttir

Friðarviðræður hafnar í Astana

Friðarviðræður sem ætlað er að binda enda það ófremdarástand sem ríkt hefur í Sýrlandi síðustu ár hófust í kasöksku höfuðborginni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×