Erlent

Heilt þorp brann til kaldra kola í skógareldunum í Chile

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Eldarnir eru þeir verstu sem geisað hafa í Chile að sögn Michelle Bachelet forseta landsins.
Eldarnir eru þeir verstu sem geisað hafa í Chile að sögn Michelle Bachelet forseta landsins. vísir/epa
Chile-búum berst nú aukinn alþjóðlegur liðsauki í baráttunni við eina mestu skógarelda í sögu landsins. Bandaríkjamenn hafa þegar sent júmbóþotu sem getur borið þúsundir lítra af vatni og Rússar hafa nú sent svipaða vél.

Eldarnir loga á mörgum stöðum í landinu og sterkir vindar, langvarandi þurkur og hátt hitastig hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.

Einn bær, Santa Olga, er gjörónýtur en þar brunnu öll þúsund hús þorpsins til kaldra kola án þess að nokkur fengi rönd við reist. Fimm slökkviliðsmenn hafa látið lífið þegar þeir komu fólki á flótta til bjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×