Erlent

Dómsmálaráðherra Hollands segir af sér í tengslum við fíkniefnaskandal

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ard van der Steur yfirgefur þingsal.
Ard van der Steur yfirgefur þingsal. Vísir/EPA
Ard van der Steur, dómsmálaráðherra Hollands hefur sagt af sér, í tengslum við hneykslismál eftir að þekktur fíkniefnabarón fékk greiddar tvær milljónir evra árið 2001. BBC greinir frá.

Van der Steur er þriðji ráðherra ríkisstjórnar Mark Rutte sem segir af sér vegna málsins sem þykir mikið áfall fyrir ríkisstjórnina skömmu fyrir kosningar sem fram fara í mars.

Árið 2001 var gerðu saksóknarar í Hollandi samning við fíkniefnabaróninn Cees Helman þar sem hann fékk tvær milljónir evra í vasann. Árið 2015 sagði forveri van der Steur af sér eftir að gefið villandi upplýsingar um samninginn auk þess sem að undirmaður hans gerði slíkt hið sama.

Van der Steur hefur verið gagnrýndur fyrir að veita litlar og lélegar upplýsingar um málið sem dómsmálaráðherra en hann hefur þvertekið fyrir að hafa ákveðið að upplýsingar um málið yrðu ekki veittar.

Stutt er til kosninga og þykir líklegt að ríkisstjórn Hollands falli en Frelsisflokkurinn, undir stjórn Geert Wilders, leiðir skoðanakannanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×