Erlent

Sækja kennara til annarra landa

Ingibjörg bárA Sveinsdóttir skrifar
Skólar í Malmö þurfa að ráða 600 nýja kennara á ári.
Skólar í Malmö þurfa að ráða 600 nýja kennara á ári. NORDICPHOTOS/GETTY
Sextíu þúsund kennara með réttindi vantar í Svíþjóð á næstu tveimur árum segir á vef sænska kennarasambandsins.

Kennaraskorturinn er sérstaklega alvarlegur í Malmö þar sem 17 prósent grunnskólakennara hafa sagt upp störfum á undanförnum tíu mánuðum.

Skólabörnum mun fjölga úr 31 þúsundi í 44 þúsund í Malmö næstu tíu árin. Skólarnir þurfa þess vegna að ráða 600 nýja kennara á hverju ári á tímabilinu.

Sveitarfélagið býr sig nú undir að ráða atvinnulausa kennara í Finnlandi og Danmörku.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×