Erlent

Hjólaði 500 kílómetra í ranga átt á leið heim til sín

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin tengist efni fréttar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/EPA
Kínverskur farandverkmaður sem hafði hjólaði fimm hundruð kílómetra í ranga átt heim til sín hefur vakið mikla athygli víðsvegar um heim.

Maðurinn ætlaði sér að hjóla frá kínversku borginni Rizhou til heimaborgar sinnar Qiqiha, sem er í 1.700 kílómetra fjarlægð frá Rozhou, til að vera í faðmi fjölskyldu og vina þegar nýja árið gengi í garð í Kína.

Hann komst hins vegar ekki að því að hann hefði farið í ranga átt fyrr en lögreglumenn í borginni Anhui stöðvuðu för hans. Var hann spurður hvert för hans var heitið og kom þá í ljós að hann hafði farið í ranga átt. Maðurinn tjáði lögreglu að hann hefði fengið leiðbeiningar um að halda í þessa átt og hann hefði fylgt þeim síðastliðna 500 kílómetra.

Hann sagði lögreglu að hann hefði aðeins unnið í skammann tíma í Rizhou þar sem hann hafði eytt mest öllum af því sem hann aflaði á netkaffihúsum.

Ljóst var að maðurinn átti því fyrir höndum 2.000 kílómetra leið heim til sín og ákváðu því lögreglumenn og tollverðir slá saman í lestarmiða fyrir manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×