Erlent

Íslamskir öfgamenn missa tökin í Benghazi

atli ísleifsson skrifar
Íslamskir öfgamenn sem berjast í Líbíu hafa misst tökin á síðasta vígi sínu í næststærstu borg landsins, Benghazi. BBC greinir frá.

Hersveitir hliðhollar herforingjanum Khalifa Haftar segjast nú hafa náð Ganfouda-hverfinu í borginni á sitt vald en það hafði verið umsetið af hermönnum hans um margra mánaða skeið og harðir bardagar geisað þar.

Ástandið í Líbíu er afar slæmt eins og það hefur raunar verið um margra ára skeið.

Margar fylkingar berjast um völdin og til að mynda eru hersveitir Haftars hershöfðingja ekki viðurkenndar af stjórnvöldum landsins sem njóta stuðnings Smeinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×