Erlent

Berjast við einhverja mestu skógarelda í sögu Chile

atli ísleifsson skrifar
Slökkviliðsmenn í Chile berjast nú við eina mestu skógarelda sem sögur fara af í landinu en eldarnir hafa brennt víðfem svæði síðustu vikur.

Eldar hafa logað á rúmlega níutíu stöðum í landinu og samanlagt hafa 180 þúsund hektarar orðið þeim að bráð. Í frétt BBC segir að sex manns hafi látið lífið í eldunum.

Hundruð heimila hafa brunnið auk annarra bygginga. Þá hafa heilu vínakrarnir fuðrað upp og mikið af nautgripum drepist.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og stjórnvöld óska eftir hjálp frá öðrum þjóðum.

Bandaríkjamenn hafa til að mynda sent til Chile Boeing 747 breiðþotu sem er sérhönnuð til að berjast við elda af þessu tagi og getur borið gríðarlegt magn af vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×