Erlent

Faðir Pac-Man látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Masaya Nakamura er látinn, 91 árs að aldri.
Masaya Nakamura er látinn, 91 árs að aldri. Vísir/AFP
Masaya Nakamura, maðurinn sem stofnaði tölvuleikjafyrirtækið sem þróaði tölvuleikinn ofurvinsæla Pac-Man er látinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandai Namco, fyrirtækinu sem Nakamura stofnaði árið 1955. Fyrirtækið gaf út leikinn Pac-Man, einn vinsælasta tölvuleik allra tíma, árið 1980.

Nakamura, sem lést 22. janúar síðastliðinn og var gjarnan kallaður „faðir Pac-Man“, hafði látið af störfum hjá fyrirtækinu en gegnt svokallaði heiðursstöðu.

Nakamura var 91 árs að aldri en dánarorsök er ókunn.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir sögu og mikilvægi Pac-Man í tölvuleikjasögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×