Erlent

Ritari Göbbels látinn 106 ára að aldri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brunhilde Pomsel.
Brunhilde Pomsel. Visir/EPA
Brunhilde Pomsel, sem gegndi starfi ritara Josef Göbbels, áróðursmálaráðherra Adolfs Hitlers, er látin, 106 ára aða aldri. BBC greinir frá.

Pomsel starfaði náið með Göbbels og var ein af síðustu eftirlifandi þeirra sem störfuðu fyrir háttsetta embættismenn innan stjórnkerfis Nasista í Þýskalandi á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.

Í gegnum árin hafði hún lítið tjáð sig um starf sitt með Göbbels en í heimildarmynd sem kom út á síðasta ári var rætt við Pomsel. Þar sagði hún að hún hefði ekki hagt hugmynd um Helförina, þar sem um sex milljónir gyðingar voru myrtir á skipulagðan hátt undir stjórn Nasista.

Pomsel fæddist árið 1911 og gekk til liðs við Nasistaflokkinn árið 1933 til þess að fá starf hjá ríkisútvarpi Þýskalands. Árið 1942, þegar seinni heimstyrjöldin stóð sem hæst, tók hún við starfi ritara Josef Göbbels, einum nánasta samverkamanni Hitlers.

Eftir að Þýskaland Hitlers féll var hún hneppt í hald Sovétmanna þar sem henni var haldið í fimm ár þangað til henni var sleppt. Eftir það starfaði hún lengst af í fjölmiðlum. 

Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildarmyndinni A German Life þar sem meðal annars var rætt við Pomsel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×