Skoðun

Lágkúruleg stjórnsýsla í Lágafellsssókn

Skírnir Garðarsson skrifar
Mosfellsbæingar búa því miður við kirkjulega stjórnsýslu sem verður að teljast langt undir meðallagi, og er þetta dapurlegt, því margt er annars ágætt í Mosfellsbæ. Þetta greinarkorn lýsir aðeins staðreyndum, og er ekki við neinn að sakast um efni greinarinnar, aðra en þá aðila sem með stjórnsýsluna fara.

Sóknarpresturinn og framkvæmdastjóri safnaðarins í Lágafellssókn voru sett undir rannsókn Úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar í febrúar 2016. Málið var skoðað rækilega og kostaði þetta kirkjuna töluverða fjármuni, en þjóðkirkjan launar starfsmenn nefndarinnar. Úrskurður féll í málinu þann 3. nóv. 2016. Eru þar staðfest aðfinnsluverð vinnubrögð beggja aðilja í þrem veigamiklum atriðum.

Niðurstaðan lýsir meintum þekkingarskorti á stjórnsýslu, vöntun á vandvirkni og léttúð gagnvart siðareglum kirkjunnar. Þá koma fram atriði sem varða meinta óreglulega meðferð trúnaðargagna, og eru þau atriði nú til skoðunar hjá Persónuvernd. Áðurnefndur úrskurður Úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar er nr. 1/2016, hann hefur ekki verið birtur opinberlega

Sérhver stofnun með heilbrigða starfsmannastefnu og gagnsæja stjórnsýslu myndi að sjálfsögðu gera slíkt, enda er aðhald í stjórnsýsu og hvatning til úrbóta ætíð af hinu góða.




Skoðun

Sjá meira


×