Erlent

Harrison Ford flaug nærri því á farþegaþotu

Samúel Karl Ólason skrifar
Harrison Ford.
Harrison Ford. Vísir/Getty
Leikarinn víðfrægi Harrison Ford er sagður hafa flogið allt of nærri farþegarþotu með 116 manns innanborðs. Hann var á flugi á eins hreyfla Husky flugvél sinni yfir Kaliforníu og lenti óvart á akbraut en ekki flugbraut.

Samkvæmt NBC News flaug hann yfir farþegaflugvél American Airlines.

Ford, sem er 74 ára gamall, mun hafa sagt: „Á þessi farþegaflugvél að vera undir mér?“ við flugumferðarstjóra flugvallarins.

Það að lenda á akbraut, brautum sem flugvélar aka eftir til að komast á flugbrautir, er brot á flugumferðarreglum Bandaríkjanna. Mögulegar refsingar eru viðvörun eða flugleyfi Ford gæti verið tekið af honum.

Harrison Ford safnar flugvélum og er reynslumikill flugmaður. Árið 2000 flaug hann göngumanni sem þjáðist af vökvaskorti á sjúkrahús og árið 2001 fann hann 13 ára skáta sem var týndur í Yellowstone þjóðgarðinum.

Í mars 2015 brotlenti hann á golfvelli í Kaliforníu og fótbrotnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×