Lífið

SKAM tekur yfir Melodifestivalen

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þetta er Clara Henry, ekki hin raunverulega Noora.
Þetta er Clara Henry, ekki hin raunverulega Noora. Skjáskot/SVT
Það eru fáar þjóðir sem taka undankeppni Eurovision jafn alvarlega og frændur okkar Svíar, en úrslitakvöldið í Melodifestivalen, sænsku undankepninni, er annað kvöld.

Hinn norski Alexander Rybak, sem sigraði Eurovision árið 2009 mun vera kynnir ásamt sænsku sjónvarpskonunni Clara Henry á lokakvöldinu og skelltu þau sér í gervi persóna úr norsku sjónvarpsþáttunum SKAM í nýrri auglýsingu fyrir keppnina.

„Sjálfur er ég heillaður af Skam, þetta eru ótrúlega góðir þættir. Síðan hugsaði ég að Clara gæti gert Nooru góð skil, þær eru svolítið líkar. Okkur fannst ástarsaga William og Nooru falleg og nú fá Alexander og Clara að spreita sig á persónunum,“ segir Mani Masserat, framkvæmdastjóri Melodifestivalen í samtali við sænska ríkissjónvarpið.

Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Á slóðum Skam í Ósló

Norski unglingaþátturinn Skam (Skömm) hefur aldeilis fallið í kramið hjá áhorfendum. Í þáttunum er fjallað um fimm táningsstúlkur í Ósló, vináttu þeirra, samskipti kynjanna og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×