Lífið

Íslenskt torfærumót í bandarískum smábæ þar sem allir elska byssurnar sínar og Trump

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri Freyr er ávallt skemmtilegur.
Andri Freyr er ávallt skemmtilegur.
„Ég var að ljúka við fyrstu heimildarmyndina mína í fullri lengd. Myndin heitir Spólað yfir hafið og verður frumsýnd í Bíó Paradís 19. apríl,“ segir sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson.

„Þetta er svona mynd um fólk í íslensku torfærunni. Myndin fjallar um fimmtán torfæru ökumenn sem fara til Dyersburg, Tennesee til að keppa í íslenskri torfæru í fyrsta skiptið í sögu Bandaríkjanna og í leiðinni að kenna kananum að keyra.“

Andri segir að Dyersburg sé smábær þar sem allir elski byssurnar sínar, vínið sitt og Donald Trump.

„Það var hálf óhugnanlegt hvernig íslenska torfærugengið smellpassaði inn í umhverfið.“

Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×