Viðskipti innlent

Tuttugu sagt upp í Hafnarfirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Stefán
20 starfsmönnum bolfiskvinnslu Eskju Hf. í Hafnarfirði hefur verið sagt upp eftir störfum. Vinnslan hefur verið seld og mun hætta rekstri.

Í tilkynningu frá Eskju segir að ástæða sölunnar sé breytt rekstrarumhverfi í vinnslu á bolfiski og einnig breyttar áherslur í rekstri félagsins með tilkomu nýs uppsjávarfrystihúss á Eskifirði. Félagið muni í kjölfarið einbeita sér ennfrekar að uppsjávarveiðum og vinnslu ásamt því að halda áfram frekari uppbyggingu á Eskifirði.

Kaupandi er Fiskvinnslan Kambur ehf. í Hafnarfirði sem mun flytja starfsemi sína í húsnæðið á næstu mánuðum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×