Lífið

Löggubúningurinn virkar æsandi á ölvað kvendýrið

Jakob Bjarnar skrifar
Biggi segir lögreglubúninga hafa einhver stór undarleg áhrif á sumar konur. Ef maður hættir sér inn á yfirráðasvæði hóps af ölvuðum kvendýrum er mjög gjarnan gripið í rassinn á manni og jafnvel klofið.
Biggi segir lögreglubúninga hafa einhver stór undarleg áhrif á sumar konur. Ef maður hættir sér inn á yfirráðasvæði hóps af ölvuðum kvendýrum er mjög gjarnan gripið í rassinn á manni og jafnvel klofið.
„Það er varðandi þennan kall sem kleip Sölku Sól í rassinn.“ Þannig hefst einlægur og upplýsandi pistill sem Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður og verðandi flugþjónn, birti á Facebook-síðu sinni.

Nokkur umræða hefur sprottið upp á samfélagsmiðlum í tengslum við kynferðislega áreitni. Bubbi Morthens tónlistarmaður segist oft hafa orðið fyrir því að kvenfólk hafi gripið um klof hans og rass. Bubbi er ekki einn á ferð því nú hefur Birgir Örn, sem lengstum hefur verið kallaður Biggi lögga, blandað sér í umræðuna. Hann greinir frá því að hann hafi margoft lent í því að verða fyrir kynferðislegri áreitni.

„Sjálfur vinn ég gjarnan inna um drukkið lið þannig að ég veit alveg hvernig mannskepnan getur hagað sér. Og að sjálfsögðu einskorðast sú dýrslega hegðun ekki bara við karldýrin. Lögreglubúningar virðast t.d. hafa einhver stór undarleg áhrif á sumar konur. Ef maður hættir sér inn á yfirráðasvæði hóps af ölvuðum kvendýrum er mjög gjarnan gripið í rassinn á manni og jafnvel klofið. Sumar hafa reynt að troða höndunum innan undir vestið, reynt að kyssa mig, og ég hef komið heim með klórfar í andlitinu eftir ágengan kvenmann,“ segir Biggi meðal annars í pistli sínum.

Reynsla Bigga kennir honum að þessi búningur virkar mjög æsandi á kvendýrið.
Hann spyr hvort svona ýkt framkoma myndi viðgangast ef hann væri kona og gerendur karlar? Nei, hann heldur ekki. „Sá karlmaður hefði sennilega verið snúinn niður á núll einni og fólk hefði lesið um það daginn eftir.“

Biggi segir þetta eðlilegt því karlmenn hafi oftar en ekki líkamlega yfirburði. „Á meðan ég get bara ýtt hendinni sem leitar á mig í burtu og beðið viðkomandi góðlátlega að hætta og finnst ég aldrei vera undir eða ógnað, þá getur kona í sömu stöðu fundist hún vera niðurlægð og ógnað af aðila sem hún ræður ekki við.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×