Lífið

Leita að krökkum til að leika í Víti í Vestmannaeyjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Leitað er að börnum sem gætu haft áhuga á að leika í kvikmynd um fótboltaævintýri.
Leitað er að börnum sem gætu haft áhuga á að leika í kvikmynd um fótboltaævintýri. Vísir/vihelm
Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum verður tekin upp í Vestmannaeyjum í sumar en nú stendur yfir leit að leikurum.

Áheyrnarprufur verða haldnar í Reykjavík þann 1. april í Langholtsskóla, Holtavegi 23 í Reykjavík en leitað er að strákum og stelpum á aldrinum 9 - 11 ára til að leika og koma fram í myndinni.

„Eftir mikinn áhuga og mjög góða mætingu í áheyrnarprufur í síðustu viku hlökkum við til að taka á móti öllum krökkunum í Reykjavík,“ segir Mariam Laperashvili hjá Sagafilm sem framleiðir kvikmyndina.

 

Víti í Vestmannaeyjum er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Myndin er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason sem notið hefur mikilla vinsælda. Síðasta bókin af fjórum kom út árið 2014 en Bragi Þór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, mun leikstýra myndinni.

Staðfest er að Hermann Hreiðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir leika sjálfa sig í myndinni en rætt var við þau í Bítinu á Bylgjunni á dögunum.

Hægt er að skrá sig í prufurnar með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×