Viðskipti innlent

Telur ekki ástæðu til að rannsaka sölu LBI

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eiríkur Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaldbaks, segir að sér hafi alltaf fundist meiri frétt í því af hverju Kaldbakur fékk ekki að kaupa Landsbankann en Búnaðarbankann.
Eiríkur Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaldbaks, segir að sér hafi alltaf fundist meiri frétt í því af hverju Kaldbakur fékk ekki að kaupa Landsbankann en Búnaðarbankann.
„Mín komment eru voðalega lítil. Menn verða að halda því til haga í þessari Búnaðarbankasölu að þeir voru með hærra tilboð en við. Á sama hátt verða menn líka að halda því til haga að Kaldbakur var með hæsta tilboð af öllum í Landsbankann en fékk ekki að kaupa hann,“ segir Eiríkur Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaldbaks, um niðurstöðu skýrslunnar um kaupin á hlut í Búnaðarbankanum.

Fjárfestingafélagið Kaldbakur var einn þeirra aðila sem reyndu að kaupa hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. S-hópurinn var hins vegar talinn betri kostur vegna aðkomu erlendra aðila, sem svo reyndist blekking.

„Mér finnst eðlilegt að menn með hæsta tilboðið fái að kaupa banka. Mér hefur alltaf fundist meiri frétt í því af hverju Kaldbakur fékk ekki að kaupa Landsbankann með hæsta tilboði,“ segir Eiríkur.

Sjá einnig: Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans

Hann sér ekki ástæðu til að rannsaka söluna á Landsbankanum árið 2003 núna. „Það eru orðin fjórtán ár síðan þetta gerðist. Ég held að stjórnvöld ættu að einbeita sér mun frekar að því að búa í hag fyrir þjóðina í dag og í framtíðinni heldur en endalaust að etja þjóðinni saman í rifrildi um atburði sem við getum ekki haft nein áhrif á. Til dæmis erum við með handónýta stjórnsýslu í Seðlabankanum og ríkisvaldið virðist ekki getað tekið á því,“ segir Eiríkur.

Hann segist ekki velta sér mikið upp úr því að S-hópurinn hafi fengið að kaupa hlutinn í Búnaðarbankanum á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland

Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans

Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×