Lífið

Sextán tommur af glæsileika á árshátíð Dominos

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg stemning á árshátíð Dominos.
Skemmtileg stemning á árshátíð Dominos. mynd/Sindri Már Magnússon og ljósmyndakassi Instamynda
Árshátíð Dominos á Ísland var haldin með pomp og prakt í Gullhömrum á miðvikudagskvöldið og lokuðu allir pizzustaði Dominos klukkan fimm þann dag.

Dóri DNA og Jóhann Alfreð voru veislustjórar og komu þeir Aron Hannes og Úlfur Úlfur fram við mikinn fögnuð. Það var síðan DJ Jay-O sem lokaði kvöldinu með þéttri tónlist.

Eins og vanalega voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í starfi  og var verslunarstjóri ársins, starfsmaður ársins, nýliði ársins  veittar viðurkenningar og einnig var starfsfólk sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í 10 og 15 ár heiðruð sérstaklega. Einn aðili fékk viðurkenningu frá fyrirtækinu fyrir að hafa unnið þar í 19 ár.

Hér að ofan má sjá skemmtilegar myndir frá árshátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×