Lífið

Bernie Sanders byrjaður með hlaðvarpsþátt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bernie Sanders
Bernie Sanders Vísir/Getty
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins hefur nú fært út í kvíarnar og er byrjaður með hlaðvarpsþátt.

Sanders naut töluverða vinsælda í kapphlaupinu um forsetaframboðið á síðasta ári og þá sérstaklega meðal ungs fólks og minnihlutahópa.

Í þættinum mun Sanders fá til sín aktívista, blaðamenn, listamenn og fleiri gesti úr öllum áttum til að ræða „hina pólitísku byltingu“ og framtíðina.

Aðdáendur Sanders þurfa ekki að bíða en þrír þættir eru nú þegar aðgengilegir í gegnum iTunes. Sanders tilkynnti um þættina á Twitter síðu sinni og sagði að „byltingin yrði hlaðvarp.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×