Erlent

Donald Trump lögleiðir dráp á björnum í dvala

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Skógarbirnir í Alaska.
Skógarbirnir í Alaska. vísir/getty
Veiðimönnum í Alaska er nú heimilt að skjóta skógarbirni sem liggja í dvala. Var slíkur verknaður gerður óheimill með lögum um náttúruvernd í stjórnartíð Baracks Obama en Donald Trump hefur nú fellt lögin úr gildi. Independent greinir frá.

Lögin sem felld voru úr gildi óheimuðu óvægna hegðun veiðimana í garð villtra dýra. Sem dæmi var ekki leyfilegt að skjóta úlfa ef þeir lágu í greni með afkvæmum sínum og að sama skapi var ólöglegt að lokka skógarbirni með mat til þess að hæfa þá betur eða að skjóta á þá meðan þeir liggja í dvala.

Samkvæmt nýju lögunum er veiðimönnum einnig heimilt að nota flugvélar eða önnur flugför til þess að staðsetja villt dýr svo auðveldara sé að ná á þeim höggstað.

Nýja frumvarpið um veiðar í Alaska hefur nú fengið þinglega meðferð og var staðfest af Bandaríkjaforseta í síðustu viku.

Dýraverndunarsamtök hafa gagnrýnt nýju lögin opinberlega. Þá hefur hópur íbúa Alaskafylkis sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa andstöðu sinni í garð laganna.

Hins vegar hafa Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (NRA) tekið nýju löggjöfinni fagnandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×