Erlent

Þrír til viðbótar handteknir vegna árásarinnar í Stokkhólmi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Drottninggatan í gær.
Frá Drottninggatan í gær. Vísir/EPA
Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið þrá einstaklinga í viðbótar vegna árásarinnar í Stokkhólmi í gær þar sem vörubíl var ekið á gagnandi vegfarendur á Drottninggatan. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet.

Fjórir eru alls í haldi lögreglu vegna árásarinnar en 39 ára gamall úsbeskur ríkisborgari, sem öryggislögregla hafði áður fengið upplýsingar um, var handtekinn í gær. Þeir handteknir voru í dag voru í bíl sem talinn er tengjast árásarmanninum.

Á svipuðum tíma fóru lögregla og tæknimenn inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Vårberg þar sem árásarmaðurinn á að hafa verið nokkrum klukkustundum fyrir árásina. 

Alls létu fjórir lífið í árásinni og eru tíu manns slasaðir, sumir alvarlega. Lögregla hefur ekki viljað gefa uppi um kyn eða aldur fórnarlamba, enn sem komið er. Enn sé unnið að því að bera kennsl á lík og upplýsa aðstandendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×