Lífið

Tvíburarnir sem voru aðskildir við fæðingu skelltu sér í frí saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sætar saman.
Sætar saman.
Snemma á þessu ári greindi Lífið frá því þegar þær Audrey Doering og Gracie Rainsberry hittust í fyrsta skipti eftir tíu ára aðskilnað.

Fyrir tíu árum voru þessar tvær kínversku stelpur gefnar til ættleiðingar og enduðu þær báðar í Bandaríkjunum. Í janúar hittust þær í fyrsta skipti í morgunþættinum Good Morning America.

Sjá einnig: Tvíburar aðskildir við fæðingu brotnuðu niður þegar þær hittust í fyrsta skipti eftir tíu ár 

Núna nokkrum mánuðum síðar eru þær staddar í fríi saman, og það í fyrsta skipti á ævinni. Systurnar eru í San Diego í Bandaríkjunum og skemmta sér konunglega eins og Good Morning America fjallaði um í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þær hittast síðan þær brotnuðu niður á Times Square í janúar.

Audrey Doering og fjölskylda hennar eiga sumarhús í San Diego og foreldrar Gracie Rainsberry leigðu húsnæði nálægt Doering-fjölskyldunni í tvær vikur.

Þær hafa alist upp sitthvoru megin í Bandaríkjunum en Audrey er frá Wausau, Wisconsin og Gracie frá Richland, Washington og eru því um 2500 kílómetrar á milli þeirra.

 

Þegar þær hittust í fyrsta sinn í janúar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×