Erlent

Heill bær á Nýja Sjálandi rýmdur vegna flóða

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Flóðið í Edgecombe er töluvert
Flóðið í Edgecombe er töluvert Skjáskot/BBC
Allir íbúar í bænum Edgecumbe á Nýja Sjálandi hafa þurft að yfirgefa heimili sín sökum mikilla flóða í kjölfar fellibylsins Debbie í Ástralíu í síðustu viku.

Um er að ræða um 2000 manns og er þeim komið í öruggt skjól á traktorum og bátum. Mikið regn fylgdi í kjölfar fellibylsins í síðustu viku og olli því að á flæddi yfir bakka sína. 

Veðurfræðingar segja að veðrið í eyjaálfu sé afar sjaldgæft og að slíkt eigi sér ekki stað nema einu sinni á fimm hundruð ár afresti. 

Talið er að vatnshæð í Edgecumbe sé um tveir metrar þar sem hún er mest. Lögreglan leitar að einum manni sem er saknað og mun hún ganga úr skugga um að allt svæðið hafi verið rýmt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×