Erlent

Facebook vill uppræta hrelliklám með nýrri tækni

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Refsað hefur verið hér á landi fyrir hrelliklám þótt ekki fari fyrir ákvæðum í almennum hegningarlögum sem skilgreina verknaðinn sérstaklega.
Refsað hefur verið hér á landi fyrir hrelliklám þótt ekki fari fyrir ákvæðum í almennum hegningarlögum sem skilgreina verknaðinn sérstaklega. vísir/getty
Facebook hefur þróað nýja tækni sem er ætlað að uppræta hrelliklám. The Guardian greinir frá.

Tæknin mun gera notendum kleift að tilkynna „innilegar“ myndir sem birtar eru á Facebook án samþykkis til teymis sem skoðar myndina og fjarlægir hana ef tilefni þykir til.

Facebook mun einnig nota tækni sem auðveldar miðlinum að stöðva útbreiðslu mynda sem dreift hefur verið í hefndarskyni. Með þeirri tækni eru myndir á Facebook bornar saman við mynd sem vitað er að dreift var í særandi tilgangi. Sú tækni er ekki ólík svokallaðri PhotoDNA myndgreiningu sem er víða notuð til þess að sporna gegn dreifingu barnakláms.

„Facebook er í kjörinni stöðu til þess að koma í veg fyrir tjón af þessu tagi,“ sagði Antigone Davis, yfirmaður almannaöryggisdeildar samfélagsmiðilsins.



Hefndarklám er víða refsivert

Umræða um hefndarklám hefur aukist undanfarin ár og nú þegar hafa 35 ríki Bandaríkjanna innleitt löggjöf sem gera verknaðinn refsiverðan.

Árið 2015 var lagði Björt framtíð fram frumvarp á Alþingi sem fólst í því að bæta við ákvæðum í almenn hegningarlög sem gerðu hrelliklám að refsiverðu athæfi. Var lagt til að hámarksrefsing skyldi vera tveggja ára fangelsi. 

Þrátt fyrir að frumvarpið hafi ekki orðið að lögum hefur Hæstiréttur sakfellt gerendur hrellikláms en þá á grundvelli annarra lagaákvæða.  

Laura Higgins, stofnandi hjálparlínu fyrir fórnarlömb hrellikláms, sagði í samtali við BBC að hún fagnaði framtaki Facebook. Hún fullyrti að samfélagsmiðlar væru sannarlega vettvangur fyrir fólk til þess að ná fram hefndum.

„Ein helsta áskorunin hefur verið að koma í veg fyrir að fólk geti endurbirt slíkt efni,“ sagði hún.


Tengdar fréttir

Barátta Emmu gegn hefndarklámi

Danska baráttukonan Emma Holten segir eflingu lögreglunnar lykilatriði í baráttunni gegn hefndarklámi. Lögreglan þurfi að nota þau úrræði sem hún hefur. Hún fær enn grófar hótanir sex árum eftir að myndum af henni var dreift.

14 ára stúlka kærir Facebook vegna hefndarkláms

Lögfræðingar stúlkunar segja að maður, sem einnig hefur verið kærður af stúlkunni, hafi ítrekað birt nektarmynd af stúlkunni á samfélagsmiðlinum Facebook til þess að hefna sín á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×