Erlent

Færri ólöglegir innflytjendur til Bandaríkjanna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er eignaður heiðurinn af því að færri flytjist ólöglega til Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er eignaður heiðurinn af því að færri flytjist ólöglega til Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP
Mexíkóar sem hafa með ólöglegum hætti farið yfir landamæri ríkisins við Mexíkó hafa ekki verið færri í sautján ár. Toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna greindi frá þessu í gær. Alls voru færri en 17.000 handteknir í síðasta mánuði. Lægri tala hefur ekki sést síðan um aldamótin.

John Kelly, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði fækkun ólöglegra innflytjenda enga tilviljun. Hún tengdist því að Donald Trump væri orðinn forseti Bandaríkjanna.

Trump byggði kosningabaráttu sína meðal annars á því að lofa landamæravegg á landamærum ríkjanna tveggja til að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning.

Sá veggur færðist nær því að verða að veruleika í gær þegar ríkisstjórnin tók á móti fyrstu tilboðum verktaka sem vilja byggja frumgerð veggjarins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×