Erlent

Ætla að byggja átta nýja kafbáta

Samúel Karl Ólason skrifar
Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Tsai Ing-wen, forseti Taívan. Vísir/AFP
Yfirvöld í Taívan ætla að byggja átta nýja kafbáta til að skipta út þeim fjórum sem þeir eiga nú. Þetta verða fyrstu kafbátarnir sem Taívanir byggja sjálfir. Hingað til hafa skip þeirra og kafbátar verið keyptir að utan. Forseti Taívan segir mikilvægt fyrir ríkið að styrkja getu flotans.

Um er að ræða olíuknúna kafbáta, en þeir kafbátar sem Taívan á fyrir eru mjög gamlir. Tveir þeirra eru frá Hollandi og tveir frá Bandaríkjunum. Þeir bandarísku eru frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin höfðu þó batnað allra síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×