Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Kólumbíu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Að minnsta kosti 262 létu lifið í mikilli aurskriðu í borginni Mocoa á laugardag.
Að minnsta kosti 262 létu lifið í mikilli aurskriðu í borginni Mocoa á laugardag. Vísir/EPA
Juan Manuel Santos forseti Kólumbíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að minnsta kosti 262 létu lifið í mikilli aurskriðu í borginni Mocoa á laugardag.

Björgunarsveitir eru enn að leita í rústum húsa og þá hafa hjálpargögn verið að berast á svæðið undanfarin sólarhring. Fjörutíu þúsund manns búa í borginni og er óttast að tala látinna kunni að hækka á næstu dögum.

Mikil úrkoma hafði verið á svæðinu áður skriðan féll en Santos hefur heitið því að byggja varnargarða til að hlífa borginni við frekari aurskriðum í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×