Erlent

31 handtekinn eftir mótmæli í Moskvu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mótmælin í síðustu viku voru þau fjölmennustu í áraraðir.
Mótmælin í síðustu viku voru þau fjölmennustu í áraraðir. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 31 manns hafa verið handteknir, eftir mótmæli stjórnarandstöðunnar í Moskvu, höfuðborg Rússlands, gegn yfirvöldum en þetta er annar sunnudagurinn í röð sem að slík mótmæli eru haldin. BBC greinir frá.

Í mótmælunum í síðustu viku voru að minnsta kosti 1000 manns handteknir og yfirheyrðir, í mótmælum sem fregnir herma að séu þau stærstu í landinu í fimm ár.

Stjórnarandstaðan kallar eftir afsögn forsætisráðherrans og fyrrverandi forsetans Dimitry Medvedev vegna spillingarmála. Talsmaður forsetans hefur neitað öllum slíkum ásökunum. 

Umrædd mótmæli voru skipulögð á samfélagsmiðlum en skipuleggjendurnir eru nú til rannsóknar lögregluyfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×