Lífið

Trudeau til í annan slag við Perry

Anton Egilsson skrifar
Þeir tókust á fyrir mörgum árum.
Þeir tókust á fyrir mörgum árum. Vísir/Getty
Juston Trudeau, forsætisráðherra Kananda, er til í annan slag við Friends-stjörnuna, Matthew Perry, en sá síðarnefndi greindi frá því í þætti Jimmy Kimmel á dögunum að hann og vinur hans hefðu lamið Trudeau í æsku en þeir gengu í sama skóla þegar þeir voru börn.  

Sagðist Perry hreinlega ekki muna hvað hefði orðið til þess að þeir gengu í skrokk á Trudeau.

„Ég veit það ekki,“ svaraði Matthew Perry þegar Kimmel spurði hann hver ástæðan hefði verið. „Ég held að hann hafi verið rosalega góður í einhverri íþrótt sem við vorum ekki góðir í. Þetta var bara hreinræktuð öfund.“

Hefur Trudeau nú svarað fyrir sig og sagst vera klár í annan slag við Perry.

„Ég er búinn að vera að íhuga þetta, og vitið þið hvað? Hvern hefur ekki langað að lemja Chandler? Hvað um að við tökum annan slag?” segir í færslu á Twitter síðu Trudeau en augljóslega er um góðlátlegt grin að ræða hjá forsætisráðherranum.

Það væri svo sannarlega saga til næsta bæjar ef að slagnum yrði en það verður þó að teljast ansi ólíklegt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×