Lífið

Fótboltakrakkar með leiklistardrauma

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Mikill fjöldi barna á aldrinum níu til ellefu ára mætti í prufur fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum í dag. Myndin verður í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar, eftir handriti Gunnars Helgasonar og verður tekin upp í Vestmannaeyjum í sumar.

„Ég er náttúrulega bara að lifa drauminn. Þú sérð það bara á mér, ég get ekki hætt að brosa. Þetta er klikkað," segir Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar og handritshöfundur. Hann var einmitt manna spenntastur í prufunum en leitað er að ellefu krökkum í stærstu hlutverkin.

Kvikmyndin verður tekin upp í Vestmannaeyjum þegar Orkumótið verður haldið þar í júní og því verða fjölmarkir fótboltakrakkar í aukahlutverkum.

Krakkarnir fóru í fimmtán manna hópum í prufurnar, fóru í spunaleiki og svo verður hundrað krakkar kallaðir aftur í prufur

„Þetta eru voða mikið fótboltakrakkar, ég myndi segja 95%," segir Gunnar en hann horfir ekki sjálfur á prufurnar. „Ég er svo meðvirkur að ég myndi taka alla með!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×