Lífið

Nýjasta stiklan fyrir IT setur áhorfsmet

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Trúðurinn óhugnanlegi Pennywise
Trúðurinn óhugnanlegi Pennywise Skjáskot
Stiklan fyrir kvikmyndina IT, sem byggir á samnefndri bók Stephen King, sló eitt heljarinnar met á dögunum.

Warner Bros tilkynnti í gær að horft hefði verið á stikluna rúmlega 197 milljón sinnum á einum sólarhring og henni deilt næstum því 2 milljón sinnum á Facebook.

Fyrra met átti stiklan fyrir kvikmyndina Fast&Furious 8, sem meðal annars var tekin upp á Íslandi, með 139 milljón áhorf á einum sólarhring.

Andrés Muschietti leikstýrir endurgerðinni sem skartar Bill Skarsgård í hlutverki trúðsins Pennywise. Hvort honum takist jafn vel til og Tim Curry á sínum tíma verður að koma í ljós.

Myndin verður frumsýnd í september en stikluna umtöluðu má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×