Erlent

Skapari regnbogafánans látinn

Anton Egilsson skrifar
Gilbert Baker hannaði regnbogafánann árið 1978.
Gilbert Baker hannaði regnbogafánann árið 1978. Vísir/AFP
Bandaríski listamaðurinn, Gilbert Baker, skapari regnbogafánans, tákns mannréttindabaráttu samkynhneigðra, er látinn 65 ára að aldri. Að sögn San Fransisco Chroncle lést Baker í svefni á heimili sínu í New York borg á fimmtudag.

Baker hannaði hinn upphaflega regnbogafána árið 1978 og var honum fyrst flaggað á baráttudegi samkynhneigðra í San Francisco í júní það ár. Þá barðist hann ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra  í gegnum tíðina. 

Hefur regnbogafáninn verið dreginn að húni í Castro hverfinu í miðborg San Fransisco til að heiðra minningu Baker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×