Erlent

Norðmenn vilja að færri greiði með reiðufé

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norsk stjórnvöld herða baráttuna gegn peningaþvætti.
Norsk stjórnvöld herða baráttuna gegn peningaþvætti. Vísir/Valli
Norsk stjórnvöld herða nú baráttuna gegn peningaþvætti. Í því skyni vilja þau banna greiðslu með reiðufé sé upphæðin yfir 40 þúsund norskum krónum, eða um 530 þúsundum íslenskra króna. Skattayfirvöld eiga að hafa eftirlit með að farið sé að lögum.

Í frétt á vef Aftenposten segir að sams konar takmörk hafi verið sett í fjölda annarra landa, þar á meðal í Danmörku.

Hámarkið mun ekki gilda um greiðslur til einkaaðila.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×