Erlent

Þúsundir breskra lögreglumanna heiðruðu myrtan samstarfsfélaga

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 48 ára Palmer lætur eftir sig eiginkonu og fimm ára dóttur.
Hinn 48 ára Palmer lætur eftir sig eiginkonu og fimm ára dóttur. Vísir/AFP
Keith Palmer.Vísir/AFP
Þúsundir lögreglumanna söfnuðust saman víða um Bretland í dag og minntust látins samstarfsfélaga með tveggja mínútna þögn.

Lögreglumennirnir minntust þar Keith Palmer sem var stunginn til bana af Khalid Masood fyrir utan breska þinghúsið í hryðjuverkaárásinni í London þann 22. mars síðastliðinn.

Útför Palmer fór fram í London fyrr í dag þar sem mörg hundruð lögreglumanna stóðu heiðursvörð þegar líkbíllinn ók kistu Palmer frá kapellu við þinghúsið og að Southwark-dómkirkjunni við bakka Thames.

„Allir lögreglumenn geta verið stoltir af dugi hans og hugrekki. En við finnum einnig fyrir óheyrilega mikilli sorg og söknuði,“ sagði Cressida Dick, lögreglustjóri Lundúnalögreglunnar við útför Palmer fyrr í dag.

Hinn 48 ára Palmer lætur eftir sig eiginkonu og fimm ára dóttur.

Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin

Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér.

Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið

75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×