Innlent

Lítil flugvél missti afl og þurfti að lenda á Eyjafjarðarbraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vélin þurfti að lenda á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan við Hrafnagil.
Vélin þurfti að lenda á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan við Hrafnagil. mynd/loftmyndir.is
Um klukkan hálfeitt í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að lítil flugvél hefði misst afl á flugi rétt sunnan við Akureyri og að um borð í vélinni væru tveir menn. Skömmu síðar var tilkynnt um að flugvélin væri lent en hún þurfti að lenda á Eyjafjarðarbraut vestari, rétt sunnan við Hrafnagil. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um borð hafi verið flugkennari og flugnemi og sluppu þeir ómeiddir. Þá er ekki talaið að flugvélin sé mikið skemmd. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á vettvangi og einnig er von á aðilum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×