Innlent

Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá meðferð málsins í Hæstarétti í gær.
Frá meðferð málsins í Hæstarétti í gær. vísir/gva
Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær.

Ákæruvaldið fer fram á þyngri dóma en fjórmenningarnir hlutu í héraði í september síðastliðnum þar sem þeir voru dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu haustið 2015. Davíð var dæmdur í fangelsi í átta ár og sex mánuði, Baldur fékk sex ára dóm og þeir Angelo og Peter voru dæmdir í fimm ára fangelsi.

 

Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til landsins annars vegar 19,5 kíló af amfetamíni og hins vegar 2,5 kíló af kókaíni en efnin voru falin í Volkswagen Touran sem Angelo kom á hingað til lands þann 22. september 2015.

Angelo var ákærður fyrir flutninginn á efnunum hingað til lands og Peter ákærður fyrir að hafa undirbúið og aðstoðað þann fyrrnefnda vegna ferða hans hingað til Íslands en Angelo fór af landi brott þann 25. september og kom aftur þremur dögum síðar. Þá var Peter með honum í för.

Þeir Baldur og Davíð voru svo ákærðir fyrir að hafa skipulagt innflutninginn á fíkniefnunum til Íslands og að hafa fjármagnað kaupin á efnunum að hluta.

Fyrir Hæstarétti í gær fór saksóknari fram á að þeir Angelo og Peter yrðu dæmdir í sex til átta ára fangelsi og að þeir Baldur og Davíð yrðu dæmdir í tíu ára fangelsi vegna málsins þar sem þeirra þáttur væri metinn alvarlegri en hinna tveggja.

Vísaði ákæruvaldið máli sínu til stuðnings í mikið magn fíkniefna og það hversu skipulagt brot fjórmenninganna væri.


Tengdar fréttir

Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“

Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×