Erlent

Betla fyrir ferðalögunum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í Taílandi. Heimamönnum þar og annars staðar í Suðaustur-Asíu finnst betl ferðamanna ögrandi.
Í Taílandi. Heimamönnum þar og annars staðar í Suðaustur-Asíu finnst betl ferðamanna ögrandi. Nordicphotos/AFP
Ungir, vestrænir bakpokaferðalangar sjást æ oftar úti á götu eða á flugvöllum í Suðaustur-Asíu með betliskilti. Flestir sjást í Taí­landi, Kambódíu, Laos, Víetnam og Malasíu. Sumir biðja beinlínis um peninga til að geta haldið áfram ferðalagi sínu, aðrir leika á hljóðfæri eða selja myndir frá ferðum sínum.

Heimamönnum finnst þetta einkennilegt og ögrandi hátterni og hafa dreift myndum af ferðalöngunum á samfélagsmiðlum. Fátækir biðji um peninga fyrir mat eða skólagjöldum barna sinna. Menn betli ekki fyrir einhverju sem litið er á sem lúxus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×