Innlent

Segir útrýmingu launamunar vega þyngra en tæknileg útfærsluatriði

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Vilhelm
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir ráðuneyti sínu hafa lengi verið ljós afstaða Staðlarás til frumvarps um jafnlaunavottun. Grundvallarmunur hafi verið á afstöðu framkvæmdastjóra ráðsins og ráðuneytisins gagnvart lögfestingu jafnlaunavottunar.

Staðlaráð skilaði umsögn um frumvarpið sem birt var í dag. Þar kom fram að ráðið telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum.

Sjá einnig: Staðlaráð harmar framgöngu jafnréttisráðherra

Í tilkynningu frá ráðherranum segir að skoðun hans sé að „lögmæti lögfestingarinnar felist í hinu sameiginlegu markmiði um útrýmingu kynbundins launamunar til að tryggja megi mannréttindi. Þeir hagsmunir vegi mun þyngra en þröng tæknileg útfærsluatriði í notkun staðla, sem framkvæmdastjóri Staðlaráð heldur á lofti.“

Þá er bent á í tilkynningunni að stjórnvöld skyldi atvinnulífið til notkunar ýmissa staðla, eins og til dæmis byggingarreglugerðir segja til um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×