Erlent

Mildi að ekki fór verr þegar flugvél nauðlenti á fjölförnum vegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Töluverð sprenging varð þegar flugvélin rakst í raflínur.
Töluverð sprenging varð þegar flugvélin rakst í raflínur. Vísir
Ótrúlegt þykir að enginn hafi slasast alvarlega þegar lítil eins hreyfils flugvél nauðlenti á fjölförnum vegi í grennd við Seattle í Bandaríkjunum.

Myndband náðist af atvikinu og þar má sjá mikla sprengingu sem verður þegar flugvélin rakst í raflínu á leiðinni niður. Flugvélabensín sprautaðist einnig yfir nærliggjandi bíla og kviknaði í einum þeirra.

Lögregla hefur staðfest að enginn slasaðist alvarlega en flugvélin missti vélarafl skömmu eftir flugtak. Reyndi flugmaðurinn að koma hreyflinum í gang á nýjan leik, án árangurs.

Leitaði hann að hæfilegum stað til þess að nauðlenda vélinni en flugvélin rakst í raflínu og skilti, með fyrrgreindum afleiðingum.

Vegfarendur sem urðu vitni að atvikinu segjast hafa óttast um líf sitt en töluverðar skemmdir eru á flugvélinni, sem og bílum sem urðu fyrir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×